Ég á Canon vél, (reyndar filmu) og hef alltaf verið canon maður en núna er ég ekki svo viss lengur. Vélarnar sem ég er með í huga eru Eos 400 og Nikon D80.
Eftir að hafa lesið samanburð á þessum vélum og eftir að hafa heyrt frá einum sem sér næstum því eftir að hafa keypt sér 350 vél í staðinn fyrir D80 þá er ég farin að efast.
D80 er sögð mun handahægari og þægilegara að vinna á hana. Myndgæðin eru að vísu örlítið skarpari í 400 skv þessu testi sem ég las en munurinn er svo lítill að það er varla merkjanlegt.
Hvað segið þið um þessar vélar. Ég veit að Canon er talsvert ráðandi merki hérna, sérstaklega hjá okkur áhugamönnum þannig að ég býst frekar við að menn segi Canon og ekkert annað.
Endilega hendið fram því sem ykkur finnst.
http://www.dpreview.com/reviews/nikond80/
Hérna er linkur á umsögnina og samanburðin á þessum vélum ef einhver nennir og hefur tíma til að lesa þetta allt. Ég held að þetta séu 15 síður.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.