Ég hef verið að taka myndir eins og fleiri á imbavélarnar mínar, ég er ennþá að taka myndir á 35 mm imbavélina sem ég fékk í fermingargjöf (1989) og hef svo nú síðastliðið ár einnig notað aðra nýrri imbavél, sem nær panorama og svo 4:5 (eða hvað það nú heitir) (APS vél).

Hins vegar hef ég haft í tösku hjá mér eina alvöru vél, með hraðloki (eða hvað það heitir), tveim roknalinsum, 2-3 filterum og einhverju fleiru sem ég veit ekki hvað á að kalla. Minnir að þessi sé Canon, og í eldri kantinum en í topp standi.

Ég hef veigrað mér við að einu sinni þræða filmu í þessa græju, hvað þá að taka á hana, þar sem að ég vill voða lítið byrja á því að skemma þetta eða hitt með rangri meðhöndlun.

Hvert ætti ég að leita til þess að fá smá tips um hvernig maður fer með svona (fyrir mér) tryllitæki?<br><br>–
Summum ius summa inuria
Summum ius summa inuria