ég verð nú að segja að valið milli filmu eða digital fari eftir því hvernig myndir þú ætlar þér að taka. ef þú ætlar út í snapshot deildina þ.e. sjá eitthvað flott á leiðinni heim úr vinnu eða skóla og taka mynd undir eins án þess að spá í uppstillingu, lýsingu og þess háttar, þá myndi digital henta vel.
ef þú ert mjög áhugasamur og spáir mikið í lýsingu og myndbyggingu þá held ég að filmu vél sé málið.
þetta er reyndar að breytast, en nú er ekki hægt að fá digital vél með skiptanlegum linsum (nema fyrir mörg hundruð þúsund) þar af leiðandi takmarkast notkunin soldið.
erlendir myndkaupendur, svo ég taki dæmi, vilja ekki kaupa mynd sem var tekin með stafrænni myndavél, kannski þeir séu bara á eftir í tölvuþróun, en svona er það. þeir vilja meira segja helst ekki 35mm myndir, vilja helst stærra format.
örugglega fínt að eiga filmu vél í spekúleraðar myndatökur og digital í djamm myndirnar.
svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég ekkert á móti digital vélunum, langar meira segja í eina, finnst bara að þær séu soldið takmarkaðar, enn sem komið er.
……