Mig minnir að TV standi fyrir ‘Time value’, og á þeirri stillingu stillir þú sjálfur tímann sem myndflagan fær á sig ljós (kallast ‘skothraði’ eða ‘tökuhraði’ í daglegu tali held ég).
Ég hef ekki haft nægan tíma með svona vél til að prófa A-DEP almennilega, þetta var eitthvað í sambandi við einhversskonar ‘dýpt’. Bara spurning um að fikta :-)
Núna datt mér annað í hug sem gæti verið að. Ég man ekki hvaða takki það var, en það var einhver takki sem maður gat haldið inni þegar maður sneri tennta hjólinu þarna (ekki þetta til að skipta á milli ‘modes’, heldur það sem maður notar til að stilla allt hitt, eins og t.d. ljósop og tökuhraða), og þá gastu stillt hversu dimm myndin átti að vera (í “P” mode) og myndavélin stillti síðan ljósopið og tökuhraðann eftir því.
Á forsíðu þessa áhugamáls ættirðu að sjá einhversstaðar “Greinar til fróðleiks”, ég mæli með því að þú rennir aðeins yfir þær, og þá helst efstu greinina, en hún heitir “Nokkur hugtök útskýrð”.