Ég mæli sjúklega mikið með D80. Þá geturu joinað Nikon krúið og tekið kúl myndir eins og ég. Við gætum líka skipts á kúl Nikon linsum.
Ég mæli með 2 búðum. Í fyrsta lagi www.bhphoto.com og í öðru lagi www.adorama.com. Þetta eru bæði netverslanir sem staddar eru í Bandaríkjunum. Bhphoto.com og mjög örugg en adorama er aðeins minna örugg. Ég hef heyrt um örfáa sem hafa lent í vandræðum með adorama. Ég verlsaði frá adorama og það gekk eins og í sögu. Ég pantaði á sunnudegi og fékk dótið á miðvikudegi.
En þú verður að muna að þú mátt ekki bara kaupa vél, þú verður líka að kaupa linsur. Varðandi linsur þá mæli ég að kaupa eina súmlinsu og eina fasta. Þú gætir þá keypt 18-70mm eða ef til vill nýju 18-135 sem er kitlinsan á D80. Fastar linsur geta ekki súmað, en mér finnst það mjög gott. Þær hafa oft mun stærra ljósop en súmlinsur og eru auk þess skarpari. Ég á 85mm f/2.0 hún er reyndar MF svo það er svolítið vesen að vinna með henni. En þrátt fyrir það er þetta lang mest notaða linsan mín. Ég mæli með að þú fáir þér 85mm f/1.8. Ef þú tímir ekki að kaupa hana gætiru keypt þér 50mm f/1.8. Hún er bæði ódýr og góð. Mér finnst samt 85mm brennivíddin mun skemmtilegri en 50mm.
Ef þú villt eyða enn meiri peningum geturu keypt þér flass og þrífót. Það eru bara 2 tegundir af flössum sem mér finnst að þú ættir að kaupa. Þær eru Nikon SB-600(ódýrari gerðin) og SB-800(dýrari og betri gerðin). Önnur flöss eru oft lélegri og virka ekki eins vel með Nikon vélum. Ef þú kaupir þér SB-600 eða SB-800 getur þú verið með þau þráðlaust sem er ótrúlega sniðugt og getur verið mjög flott ef þú ætlar að taka t.d. portrettmyndir. Það er ekki sniðugt að kaupa ódýran þrífót (<$50). Gitzo og manfrotto eru með mjög góða þrífætur. Þú verður oft að kaupa bæði haus og þrífót til þess að fá almennilegan þrífót sem virkar. Því gæti það kostað margra $100. Þú getur leitað á netinu eftir upplýsingum um þrífætur.
Þegar þú ert orðin góður og villt fara að taka landslagsmyndir gætiru fengið þér Sigma 10-20. Þetta er mjög víð linsa sem er mjög skemmtileg í landslagsmyndum en hún er líka skemmtileg í ýmisslegt annað, t.d. portrett og fréttaljósmyndir. Ég á Nikon 12-24 sem er mun dýrari en ekki jafn víð.
Eins og ég sagði þá er aðalmálið að kaupa D80, súmlinsu(18-70mm eða 18-135) og fasta linsu(50mm eða 85mm). Síðan geturu líka fengið þér flass, þrífót og víðlinsu. Þess má geta að ég nota nær eingöngu 85mm og 12-24 linsu, auk þess sem ég nota reglulega flass og þrífót fyrir tökur sem ekki hafa mikið ljós.