Ég fékk mér nýlega Olympus “muj” 700 myndavél og hef eitthvað verið að fikta á hana. Ég kann ekkert í ljósmyndun, engar stillingar eða neitt þannig.

Vandamálið er að myndirnar verða frekar lélegar. Það eiga að vera mikil gæði á þeim (er með stillt á mestu gæði: “Largest image size with low compression and high quality. Suitable for printing up to A3 size or 11”x17" stendur í myndavélinni (það er svona ? takki svo ég get lesið um stillingar, mjög þægilegt).

Samt kemur svona noise eða grain (er ekki alveg viss hvað þetta kallast)

Þetta eru t.d. myndir sem ég hef sent inn:

http://hugi.is/jolin/images.php?page=view&contentId=4138255

http://hugi.is/ljosmyndun/images.php?page=view&contentId=4086344


Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? Eru þetta einhverjar stillingar?

Svo er annað, á gömlu myndavélinni minni var það þannig að í ákveðinni birtu var varla hægt að taka myndir því það þurfti flass en það var of sterkt. Fólk varð alveg hvítt í framan og svona. Á nýju myndavélinni er þetta reyndar ekki eins slæmt, en gerist stundum. Eru ekki líka stillingar fyrir það? Bara segja hvað það heitir á ensku ef þið vitið það, þá get ég kannski fundið þetta. Ég nefnilega skil ekkert hvað allar þessar stillingar þýða :S

Takk fyrirfram :)