Munurinn er stærsta ljósopið og hvernig þær eru byggðar. 1.4 linsan er þannig sögð bjartari og betur byggð, hún er líka mun betri overall. 1.8 linsan er samt
alveg nóg til að byrja með.
Ég ætla að fara grunnt í þetta með linsurnar, en bendi þér á þessa síðu hér:
http://photoworkshop.com/canon/ (farðu í EOS digital rebel neðst til vinstri) svo Eos digital rebel tutorials)
Linsur eru aðaltækin í ljósmyndun, vélin sjálf er ekki jafn mikill factor að margra mati.
Þessar tölur 18-55 eða 55-200, eða 50 segja til um hversu mikið sjónsvið linsan hefur. Linsan 18-55 er zoom linsa því það eru tvær tölur, hún er 18 mmm uppí 55 mm. Tek það fram núna strax að 50 mm samsvarar auganu, þetta er kölluð svona standard linsa útaf því. Því hærri tala, því meira zoom. Sumar linsur hafa ekkert zoom, köllum þær fastar linsur. 50 mm 1.8 er því föst linsa, ekkert zoom. En þar sem 350d margfaldar brennivíss linsa með 1.6 er 50 mm ekki alveg standard, hún er dálítið löng á 1.6 crop vélum eins og þær heita. Ef þetta er of flókið skaltu lesa þetta sem ég benti þér á og googla þér til.