Komdu sæl(l)
Ég kíkti aðeins á umfjöllun á þessari myndavél á annarri síðu en þessari sem þú bentir á. Þú getur séð hana hérna
http://www.dcresource.com/news/newsitem.php?id=3376.
Endilega lestu þetta og sjáðu hvað þér finnst.
Málið er að þegar þú ert farinn að kaupa vél fyrir svona pening þá er spurning hvort þú vilt ekki setja aðeins meiri pening í þetta og fá betri vél. Þrátt fyrir það er þetta örugglega fínasta vél en perónulega held ég að peningunum sé betur varið í
SLR myndavél. Þá geturðu fengið þér nýjar linsur og skipt um eins og þér hentar. Auk þess sem þannig myndavélar eru yfirleitt nokkuð betri en þær sem eru með áfastri linsu.
Ég á sjálfur Canon EOS 350D og er bara nokkuð sáttur (sjá
hér og
hér).
Svo er reyndar að koma Canon EOS 400D sem er mjög lík hinni en aðeins betri (sjá
hér).
Auk þess eru til dýrari vélar sem hafa upp á aðeins meira að bjóða en þá eru kominn upp í stærri upphæðir.
Svo er hægt að finna góðar vélar frá fyrirtækjum eins og Nikon og Fuji en ég hef reyndar ekki reynslu af þeim. Og að sjálfsögðu geturðu fengið notaðar vélar enn ódýrara. Skoðaðu síður eins og
ljosmyndakeppni.is og þú ættir að sjá eitthvað til sölu.
En ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að þessi myndavél sé neitt slæm. Ég er bara að ráðleggja þér að ef þú ert farinn að eyða svona miklum pening þá er alveg eins gott að setja aðeins meira í þetta og fara upp á næsta stig. Það sem þú skalt gera ef þú ert ekki alveg ákveðin(n) er að skoða þetta aðeins betur og athuga hvað þér finnst.
Kv. Skúli