Jæja, nú ætla ég að koma með eina aðra hugmynd. Hún er kannski aðeins of stór fyrir þig en ég býst við að það sé allt í lagi fyrst hinir eru að benda þér á þessa bakpoka.
Bakpokinn sem ég mæli með að kíkja á heitir Kata R-103. Ég hef heyrt um marga sem hafa fengið sér þennan Lowepro bakpoka en skipt svo yfir í Kata bakpokann og áttað sig þá á því hve lélegur Lowepro bakpokinn var. Tja, hann er kannski ekkert lélegur en menn segja bara að Kata bakpokinn sé miklu betri. Ég hef prófað hvorugan en ég ætla að fá mér Kata bakpokann bráðum.
http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0009PYV6K?v=glanceHérna fyrir ofan er linkurinn á bakpokann á amazon. Hann fær 5 stjörnur af 5 mögulegum. Þú getur lesið hvers vegna í umfjöllununum fyrir neðan.
Það sem menn segja helst að hann hafi yfir Lowerpro er að hann er mun þægilegri. Þó að bakpokinn sé alveg fullur af þungum linsum þá finnur maður ekkert fyrir því. Síðan hefur hann þann skemmtilega eiginleika að vera með gat framaná svo maður getur alltaf náð í myndavélina með linsunni þegar maður þarf á henni að halda. Fyrirtækið sem býr bakpokann til býr einnig til skotheld vesti svo að bakpokinn ver græjurnar mjög vel.
Ég vona að þetta víkkar sjóndeildarhringinn aðeins. Ég held að það sé ekki hægt að fá þennan bakpoka á Íslandi en ef þú ætlar að panta frá útlöndum er amazon örugglega mjög gott. Hann gæti þó verið aðeins of stór fyrir þig. Ef þú villt fá eitthvað minna, t.d. axlatösku þá hef ég heyrt að domke býr til alveg rosalega góðar töskur. Margir fréttaljósmyndarar nota þannig.
http://www.amazon.com/Domke-F-2-Original-Bag-Sand/dp/B00009R884/sr=1-1/qid=1157566700/ref=pd_bbs_1/002-5207980-7576045?ie=UTF8&s=photo Þetta er þessi upprunalega domke taska. Síðan er hægt að fá aðeins minni stærð eða aðeins stærri.