Systir mín sem er að fara til útlanda ætlar að kaupa tösku handa mér fyrir myndavélina mína. Fyrir utan sjálfa myndavélana þá eru tvær linsur, battergrip og snúrur og svoleiðis. Ef huga notandi hérna á tösku fyrir allt þetta, og ef hún er þægileg og góð þá má hann/hún endilega segja mér aðeins meira frá henni eða gefið mér tengill að vefsíðu töskunar. Ef hún er til á amazon.com þá væri líka frábært að láta tenglin að amazon fylgja með.

Er nefnilega búinn að vera leita á netinu, en finn ekkert, enda er ég frekar tregur þegar það kemur að töskumálum á netinu.

Þetta virkar annars að ég kaupi töskuna á netinu og læt senda hana til hótelið sem systir mín mun gista á.

Takk fyrir.
„I'm constantly trying to better myself and further educate myself in any way…that doesn't involve reading.“