Ég er að fara kaupa mína fyrstu dSLR vél. Langar bara í Canon þar sem ég eiginlega nenni ekki að að flækja málin of mikið.
Þannig er það að mig langar í 30D en hún er náttúrulega næstum helmingi dýrari en 350D. Þrátt fyrir að þessar vélar skili nánast sömu myndgæðum í 99% tilfella þá er ég að reyna réttlæta það fyrir mér að skvetta út peningum í 30D í stað 350D.
Mér finnst einhvernvegin að 350D sé svolítið plastleg á að sjá sem og að takkarnir á henni eru dálítið tuskulegir. Hinsvegar er 30 með spot metering sem getur komið að mjög góðu gagni í vissum tilfellum sem og að boddíið er úr málmblöndu sem gerir hana vonandi sterkari.
Ég sá að fríhöfnin er að selja boddíið á 115 þús. sem gerir þetta réttlætanlegt, sem skilur þá eftir smá afgang fyrir EF 28-135 linsu..
Hefur einhver reynslu eða skoðun á þessu. Hefur hér einhver átt kannski 350D og skipt upp í 30D og getur sagt með pros og cons á þessum vélum.
Kv Proxus
—————————-