Hæhæ,
Ég hef nú ekki mikið vit á myndavélum en hefur alltaf langað í “alvöru” myndavél og stefni á ljósmyndanám… vonandi bráðlega…!
Málið er að ég er að fara erlendis núna í haust og langar til að nýta tækifærið og fjárfesta í einu stykki myndavél, en þar sem ég er svo mikill illi í svona tækjamálum þá hef ég ekki HUGMYND hvað er góð myndavél/linsa… Ég hef verið að lesa eldri korka hérna inni og er þar mikið talað um Canon EOS 350D og Nikon D50.
Hvaða vélum mælið þið með fyrir stelpu eins og mig..Er mjög mikið að taka myndir, en langar í góða vél.
Takk takk