Ég nota ACDSee til þess að skoða digital myndirnar mínar en það er eitt sem mér finnst mjög pirrandi. Það er að ef ég tek myndir í góðri upplausn þá verða þær svo risastórar þegar þær eru komnar í tölvuna og eru þá miklu stærri en það sem skjárinn sýnir svo ma'r sér bara hluta af myndinni.
Auðvitað get ég minnkað myndina með með því að smella á einn hnapp en það er bara svo pirrandi að þurfa að gera það fyrir hverja einustu mynd.
Svo spurningin er: Er ekki eitthvað forrit sem minnkar myndirnar sjálfkrafa þannig að maður sjái alla myndina í einu?