Ég mæli með að þú skoðir fyrst eldri korka. Það eru mjög margir svipaðir korkar. Ef þú ætlar að fá þér pró ljósmyndavél þá verður þú að fá þér góða linsu. Vélin sér bara um að taka það sem kemur úr linsunni. Þess vegna mæli ég með að kaupa bara einhverja vél og svo súper linsur með henni.
En þetta fer allt eftir því hvað þú ætlar að eyða miklum peningi í vélina og hvað þú ætlar að nota hana í. Þess vegna mæli ég með að þú skoðir hverja vél um sig og spurjir sjálfa/n þig hvað þú vilt taka myndir af. Það sama gildir um linsurna.
Ef þú vilt taka landslagsmyndir þá mæli ég með Canon 5D og kannski 16-35 linsunni þeirra. Hún er fulframe vél sem þýðir að skynjarinn á henni er jafn stór og filman á venjulegum filmuvélum. Það þýðir að þú sérð meira svæði á myndinni.
Ef þú hins vegar vilt frekar taka myndir af miklu actioni, t.d. íþróttir eða fuglum á flugi, þá mæli ég með EOS 1D MarkII N og 70-200 IS. Það er vél með minni skynjara. Flestar vélar eru þannig. Þá sérðu þröngara svæði sem veldur því að aðdráttarlinsur sjá nær heldur en á fullframe vél eða filmu. Hún getur einnig tekið 8 myndir á sekúndu sem er hentugt í íþróttum.
En ef þú ætlar bara að taka myndur af öllu. Þá mæli ég með því að þú kaupir einhverja ódýra vél og kannski einhverjar góðar linsur.
Ég á sjálfu Nikon D50 sem ég er alveg ofur sáttur við. Þegar ég var að fara að kaupa mér vél var ég einnig að spá í Canon 350D. Mér fannst D50 mun þægilegri og skemmtilegri auk þess sem foreldrar mínir áttu slatta af gömlu Nikondóti.
Þú verður að muna eitt. Aðalatriðið er sá sem er bakvið myndavélina, síðan linsurnar og á eftir því myndavélin. Þess vegna mæli ég með að byrja á einhverju ódýru og bæta svo við þegar þú ert orðin/n betri.