Ég mæli með því að þú fáir þér stafræna einnar linsu spegilvél (DSLR). Það eru myndavélar sem þú getur skipt um linsu. Flestar vélar á markaðinum skila mjög svipuðum myndum svo það er best að velja einhverja vél sem þú fílar. Ef þú ert að byrja þá mæli með: Nikon (D50 og D70s), Canon (EOS 350D) eða Pentax(*ist DS). Svo eru líka fleiri minni tegundir eða aðrar dýrari vélar.
Ég fékk mér Nikon D50 um daginn og ég mæli hiklaust með henni fyrir byrjendur. Hún er ódýr og góð og getur skilað jafn góðum myndum og bestu myndavélarnar. Þú getur keypt þessa vél með 18-55 mm linsu og 1GB minniskorti á $750 með sendingarkostnaði á www.adorama.com en svo þarftu að borga viðisaukaskatt og kannski smá toll svo hún veðrur komin til landsins á 57500 krónum. Þess má geta að þess pakki án minniskortsins kostar rúmlega 80 þúsund í Bræðrunum Ormsson. Auk þess er þetta búð sem er hægt að treysta.
Þetta er allavega það sem ég mæli með, en ef þú vilt skoða eitthvað annað þá geturu kíkt í helstu ljósmyndabúðirnar (Hans Petersen, Fotoval, Beko, Bræðurnir Ormsson) og fengið að prófa vélarnar hjá þeim. En mundu það sem gerir myndirnar góðar er í fyrsta lagi ljósmyndarinn, í öðru lagi linsurnar og í þriðja lagi vélarnar.