Ég keypti mér D50 í október eftir að hafa borið saman flestar DSLR vélar í þessum verðflokki.
Mér leist best á D50 fyrir mín not þar sem ég þarf nokkuð sterkbyggða vél sem þolir miklar kuldasveiflur og hristing til að fylgja mér í minni vinnu. Hef notað hana í hitastigi frá +35°c í Texas til mínus 37°c í Thule Grænlandi.
´
Nokkor 18-55 kit linsan sem fylgdi er vel nothæf ólíkt kit linsu frá öðrum þekktum framleiðanda á myndavélum sem þarf að skipta út strax ef maður ætlar að taka sæmilegar myndir.
Mér fannst munurinn á D70s og D50 ekki það mikill að það borgaði sig fyrir mig og mína notkun. D70s er með öðruvísi stlli möguleika þ.e. fleiri takka og snúnings valhjól.
D70s er mjög svipuð að stærð, kannski ca 1 cm breiðari!
Batterí í D50 dugar mjög vel og þolir kulda vel.
Vélin notar SD kort sem hentar mér betur. Nú er hægt að fá t.d. 4 Gb SD kort sem er með innbyggðu USB tengi svo virkar í allar tölvur.
Góð græja bara. Mín fylgir mér hvert sem ég fer og hefur bara virkað mjög vel. Ég hef líka aðgang að Canon 20D með 17-85 EFS linsu og hef notað hana jafn mikið en tek frekar með mér Nikon´inn núorðið en 17-85 EFS linsan er reyndar frábær.
Kv.