Ég er einnig byrjandi og er að spá í vél í kringum 50 - 100 þús. Ég var að hugsa hvort Fujifilm Finepix S9500 er góð fyrir mig? Eða er Canon EOS 350D betri.? Eða ætti ég kannski að kaupa einhverja aðra?
Ef að þið eruð að byrja á ljósmyndun, þá mæli ég frekar með því að eyða tuttuguþúsundkalli í viðbót í vél með skiptanlegri linsu, frekar en að kaupa vél í dag og skipta svo eftir tvö ár, og vera búinn að tapa stórri upphæð.. Ég sjálfur er að fara að skipta úr fujifilm finepix s7000(mjög góð vél) og yfir í canon eos 350D.. hún er mjög góð, ódýr og byrjendavæn.. mæli með þessu
Já satt er nú það. Ég var einmitt að spá í þessari 350D en svo rakst ég á Canon EOS 20D. Ég er að spá í hvort að ég ætti að eyða aðeins meiri pening og kaupa mér dýrari vél eða hvort ég ætti bara að byrja á einni ódýrri og svo kaupa mér dýrari seinna?
Svo var það eitt annað. Foreldrar mínir voru miklir ljósmyndarar þegar þau voru yngri svo við eigum fullt af Nikon linsum. Ég veit ekki alveg hvað þær eru gamla, en ég held að þær séu í kringum 20 ára gamlar. Og þá var ég að hugsa hvort það er hægt að nota allar linsur á allar myndavél eða hvort ég geti bara notað þær á Nikon? Eða er kannski búið að breyta einhverju svo ég get ekki notað gamlar linsur á þessum nýu vélum? Ég gæti sparað mjög mikinn pening á því að nota þessar linsur í staðinn fyrir að kaupa nýjar.
Ég held ég sé búinn að ná þessu nokkurn veginn. Það er ekki hægt að nota allar linsur á allar vélar. Ég held einnig að það er hægt að nota gömlu Nikon linsurnar á nýju D200 vélinni.
Það getur passað, mæli með því að þú farir bara með linsurnar og mátir, nikon linsur passa ekki á canon vélar, það eitt er víst.. Ég mundi frekar eyða aðeins meiri pening í betri vél EF þú getur og VIRKILEGA hefur áhuga á þessu.. En eins og þú segir, ef að linsurnar passa á vélina, þá er ekki nokkur spurning, þá skaltu kaupa þá vél, linsur eru nefnilega eitt það allra dýrasta við ljósmyndun..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..