Jamm.. gaman að segja frá því að á endanum þá keypti ég nú samt Nikon D50!
Þegar ég tók upp og prófaði að halda á EOS 350D þá var ég bara einfaldlega ekki að fíla stærðina (eða vöntun á stærð) vélarinnar. Það væri hægt að kaupa batterígrip en mér fannst það vera slæm lausn.
Afgreiðslumaðurinn í Wolf Camera lagði á borðið fyrir framan mig alla línuna þ.e. Canon EOS 350D, Nikon D50 og D70 og Pentax Ist.
Af þessum vélum var D50 ódýrust og kostaði mig í USA Kr 42.000.- með Nikkor 18-55 linsu. Vélin var 15 þús kr ódýrari en 350D. En ekki með eins góðum software pakka og Canon. Ég á Photoshop elements fyrir svo það skipti mig ekki máli.
En þegar ég tók upp 350D líkaði mér ekki við hana, bæði er hún lítil en líka er eins og smíða gæði hennar sé ekki sérstaklega góð. Takkar frekar veiklulegir og flassið ef maður tók á því var hægt að juða því fram og tilbaka og samkeyti voru skökk! Kannski var þetta bara lélegt eintak en allavega voru smíðagæðin á þessu eintaki langt frá smíðagæðum og engan veginn sambærileg EOS 20D.
Pentax leit vel út að horfa á og verðið var nærri því sama og D50, stærðin var líka góð og það var þægilegt að hala á henni. Mér fannst takkauppsetning svolítið gamaldags en klassísk svo ekkert að því. En það sem gerði útslagið með að ég lagði hana aftur frá mér var hristiprófunin! Ég tók hana og hristi eins og allar vélarnar og það skrölti í henni eins og hún væri að detta í sundur, mikið verri smíðagæði en 350D virtist vera. Allavega gengur ekki að hafa svona vél sem þarf að fylgja mér í minni vinnu þar sem er mikill hristingur og hnjask.
Nikon D70s var ansi góður kostur og eiginlega ekkert hægt að setja út á hana nema að verðið var ekki langt frá 20D.
En þegar ég tók D50 upp og skoðaði þá var ekkert hægt að setja út á smíðina, öll samkeyti jöfn. Ekki til skrölt sama hvernig ég hristi hana, reyndar var hún bara byggð eins og múrsteinn fannst mér. Mjög “Solid” eins og Kaninn myndi segja. Takkar eru góðir og haganlega fyrir komið og virðast þola hnjask. Skjárinn fínn en aðgerða skjárinn er reyndar ekki með ljósi, sem kannski er ekki svo slæmt þegar maður kann vélina utan að auk þess sem margar aðgerðir sjást í linsuauganu.
Ég var líka hrifinn af að D50 notar SD minniskort en ekki CF kort. Ástæðan er að ég er ekki mjög trúaður á að hafa mjög stór kort, frekar fleiri minni kort. Eftir sem ég best veit eru til amk 2Gb hraðvirk 40x SD kort. Ég keypti 40x (hraða) 1Gb SD kort sem kostaði $115.- Með slíku korti er hægt að taka stanslaust upp í 137 myndir í “Burst” þar sem vélina byrjar straks að hlaða myndum á minniskort af buffer minni á meðan vélin tekur myndir.
Síðan er hægt að downloada myndum á allar tölvur með SD korti þar sem flestar eru með SD minniskortalesara og þessi nýju kort eru með USB tengi. Þ.e. korti er flett til helminga og þá er innbyggt USB á kortinu þannig að það er hægt að downloada hvar sem er mjög f´ljótlega.
CF kort hafa þann kost að geta verið allt að 4 Gb eftir sem ég veit auk þess sem hægt er að fá microdrive sem geta verið 6 og 8 Gb en þau eru heldur hægvirkari. Getur verið kostur fyrir suma en þessar 550 myndir sem ég get tekið á 1 Gb SD kortið duga mér vel og ég get alltaf keypt mér annað kort eða lausan kortalesara til að tæma kortið.
Ég þakka þeim sem lásu þennan póst og komu með tillögur. Ég tek fram að upplýsingar eru sumar eftir minni og staðreyndir gætu verið aðrar. Endilega koma með gagnrýni og þá á ég við uppbyggilega gagnrýni (Constructive critisism) ekki segja bara að eitthvað sé drasl og ekki útskýra afhverju þá er viðkomandi bara að lýsa sér sem bullara!
Bestu kveðjur.
Ánægður Nikon eigandi : )