Þessi tala gefur til kynna hversu mikið ljós berst að filmunni/skynjaranum í vélinni. Þar sem að lengri linsur þurfa víðari opnun á ljósopinu til að skila sama birtumagni en styttri linsur, þá dugir ekki að gefa þá vídd upp. Þannig að mælikvarðinn sem er notaður er hlutfallið á milli brennivíddarinn og opnunarinnar.
Lengd / opnun = F-tala
Þessi tala skiptir máli þegar kemur að því að reikna út hve lengi myndavélin skal vera opin fyrir ljósi til að myndin sem tekin er verði rétt lýst. Því lægri sem talan er, því meira ljós berst inn í vélin og þar af leiðandi þarf hún að styttra opin.
Annað sem stýrist af þessu, er hversu vítt fókussviðið er. Eftir því sem F talan er hærri, því stærra verður það svæði þar sem hlutir virðast í fókus.