Báðar eru auðvitað digital vélar.
SLR stendur fyrir Single Lens Reflex, eða einnar linsu speglun, sem þýðir þá að þú horfir í gegnum sömu linsu og myndavélin notar til að taka mynd, þegar þú mundar vélina.
Aðrar vélar eru með sér linsu til að horfa í gegnum, en digital vélar eru samt þannig að á skjáinn kemur myndin úr sömu linsu og vélin tekur myndina í gegnum, en ef þú horfir í gegnum augað ertu að horfa í gegnum aðra linsu.
Einnig er í lang flestum ef ekki öllum tilfellum hægt að skipta um linsur á SLR vélum, og hægt að fá linsur í öllum gæðaflokkum.