Ef þú hefur ekki aðgang að neinu almennilegu forriti geturðu notað Paint (í alvöru).
Þú opnar myndina í Paint og ýtir á CTRL+E svo deilirðu í 1024 með Width tölunni og í 768 með Height tölunni og notar lægri töluna sem kemur út. Margfaldar hana svo með 100 og þá ertu kominn með prósentuna.
768/HEIGHT = X%
1024/WIDTH = Y%
Nota lægri töluna x 100 námundað við einn heilan.
Síðan ýtirðu á CTRL+W og setur töluna inn í bæði Horizontal og Vertical.
Svo gerirðu bara “Save As…” og gefur myndinni eitthvað nafn, gæti alveg eins verið temp.jpg, og sendir hana inn.
Stærsti ókosturinn við að nota Paint er að maður ræður ekki gæðunum, myndin gæti orðið með mikilli jpeg bjögun en hvað getur maður svosem gert?
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: