Sælir.

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndum og í sumar hafði ég áætlað að kaupa loksins almennilega myndavél fyrir mig nýliðann. Hins vegar ætla ég ekki að vaða útí einhver kaup uppá marga tugi þúsund króna, jafnvel uppí 100 þús án þess að kynna mér málið aaaafar vel og ráðfæra mig við einstaklinga.

Vegna vankunnáttu minnar á búnaði ljósmyndara og verðlagi, þá hef ég ákveði að leita hingað. Því spyr ég ykkur, hvaða myndavél sem að er pro en samt góð sem fyrsta pro myndavél fyrir nýliðaljósmyndara mæliði með, og þarf ég að kaupa linsur líka osvfr? Það væri mjög vel metið ef menn gætu hjálpað mér með slíkar spurningar.