É´g tók me´r aþð leifi að taka þetta af áhugamálinu bretti og bæta þessu hingað inn.

"
Ljósmyndakeppni

Þá er ljósmyndakeppni Brettafélgsins hafin. Hægt er að senda inn myndir frá og með deginum í dag, 4.mars 2005, til og með 11.apríl 2005 eða rétt um viku eftir AK X.

Reglur

Myndefnið skal tengjast snjóbretti á einn eða annan hátt.

Öllum er heimilt að senda inn mynd , þó ekki nema ein mynd á mann. Myndin verður að vera tekin af ljósmyndaranum sem sendir hana inn. Stjórnendur brettafélgsins og meðstjórnendur er með öllu óheimilt að taka þátt í þessarri keppni.

Myndinni skal skilað inn á stafrænu formi, skiptir engu hvort að hún sé tekin á stafræna vél eða á filmu og sé skönnuð inn.

Myndin má ekki vera stærri en 600 pixlar á hvorn kannt, myndir sem sendar eru inn í stærri upplausn falla sjálfkrafa úr keppni. Myndinni skal skilað inn á jpeg sniði.

Öll eftirvinnsla er leyfð nema bannað er að skeyta myndum saman ,nema um seríumynd sé að ræða. Bannað er að teikna eða setja texta inná myndirnar.

Öll nekt er bönnuð.

Liggji einhver grunur á að um brot á reglum sé að ræða verður viðkomandi ljósmyndari beðin um upprunalegu myndina úr vélinni. Verði henni ekki skilað inn mun myndin falla úr keppni.

Myndin skal vera send á tölvupóstfangið totifoto@bigjump.is merkt “Ljósmyndakeppni” ásamt nafni ljósmyndara og kennitölu.



Veitt verða verðlaun fyrir 1-3. sæti. Verðlaunin eru ekki komin á hreint en þau verða í veglegri kanntinum í boði: Linkur heildsala.

Dómarar eru 3. Tóti fótó, Harpa Hrund Njálsdóttir atvinnuljósmyndari og einn af starfsmönnum Links ehf.

Myndirnar munu svo birtast á síðu Tóta fótó.


Ég tók mér það bessaleifi að copy-a og Paste-a þetta þannig að það yrði einhver samkeppni í þessari keppni!:D

þetta er tekið af síðunni:
http://www.bigjump.is/?i=76&b=34 ,1405&expand=53-70"

Postað af Fjarhundur inni á bretti