Ágætis myndir, sammála fyrri ræðumanni með að þær eru “amatör” legar. Það eru nokkrir “gullmolar” inn á milli, t.d. er mynd nr4 í Elliðaárdalur (Tekið 30.mars), skemmtileg, brúinn leiðir augað inn í myndina, sama með mynd nr8. Þrösturinn á mynd nr20 er, fínn, þó svo að það hefði mátt skera myndina betur, þ.e.a.s. hafa hann “stærri”, eða nær = meira Zoom. Mynd nr 22, fín fyrir utan smá “putta” fyrir linsunni. Ég persónulega hefði tekið flestar þessara mynda nær jörðu. Annars er þetta mjög vel gert, miða við byrjanda, þeir sem stunda ljósmyndun sem atvinnu eru nú “professional” amatörar, enda er alltaf eitthvað nýtt að læra.
Með Ljósmyndunar albúmið, þær myndir sem eru með sólina beint í andlitið, mæli með því að þú notir minna ljósop, eins og F16 eða 22, ef myndavélin sem þú ert með býður upp á það, þá minnkar glampinn.
Hvernig myndavél ertu að notast við. Mæli með því að þú fáir þér svokallaða SLR (Single Lens Reflex) vél, getur fengið góð notuð EOS body á lítið hjá BECO.
Vegni þér vel í framtíðinni