Föst linsa gefur möguleika á stærra ljósopi, og því oft betri en zoom linsa. En ef þú berð saman linsu með sama ljósopi þá kemur líka á móti að yfirleitt eru fleiri element í zoom linsu sem einnig bitnar á gæðum, en þá erum við líka að tala um mun sem enginn tekur eftir.
Ég myndi allavega ráðleggja fólki að koma sér upp góðum linsum sem þekja svið frá c.a. 28mm til 300mm fyrir þá sem eru í svona alhliða myndatökum og fara svo að pæla í föstum linsum.
Svo virðist vera algengur misskilningur, og líka hjá atvinnuljósmyndurum, að föst linsa sé það eina sem er hægt að nota í portrett myndatökur, en þetta er bara bull, þú vilt hvort eð er yfirleitt þrengja ljósopið helling til að taka focus af bakgrunni og láta myndefnið standa svolítið framar á myndinni, sömuleiðis viltu ekki of mikla skerpu þar sem þú vilt reyna að fela “lýtin” á myndefninu.
Aftur á móti ef þú ert að taka mikið af myndum á tónleikum eða öðrum viðburðum þar sem ljós er takmarkað, þá viltu örugglega fá þér fastar linsur sem hleypa meira af ljósi í gegnum sig.