Sælir, ég veit ekkert rosalega mikið um svona digital vélar þannig að ég ákvað að leita ráða hjá ykkur.
Ég á núna Nikon Coolpix 3200 og er rosalega ánægður með hana svo langt sem hún nær, en núna langar mig að fá mér alvöru græju ;) og þar sem ég er svona sáttur við mína, þá kom Nikon D70 svona fyrst til greina. Hún kostar tæplega 90 þúsund.
Fyrsta sem ég rek augun í er að hún er ekki nema 6.1 megapixel, er það ekki alltof lítið? Eruði með einhverjar aðrar hugmyndir um vél handa mér?