Ef við erum að tala um þessar litlu stafrænu vélar er 3ja milljón punkta upplausn og yfir alveg nóg fyrir venjulega ljósmyndun.
Ég myndi allavega lítið spá í því hvort vél væri með 3, 4 eða 5 MP heldur miklu frekar gæðunum á linsunni, stærð skynjarans, hversu vel myndavélin vinnur úr upplýsingunum frá myndflögunni (Canon t.d. mjög góðir í því), hraðanum á vélinni, stærðinni o.s.frv.
Þetta eru allt atriði sem skipta miklu meira máli en hversu margir megepixelar vélin er.
Svo er það einfaldlega þannig að sumar 3 MP vélar (Canon D30) hafa betri myndgæði heldur en meira að segja nýjar 8 MP vélar á markaðnum.
3+ MP og yfir er semsagt gott.