Ég var að skoða að kaupa Canon 300d vélina og ég er búinn að reikna það út að það er 25-30 þús. ódýrara að panta hana frá B&H eða Adorama í Bandaríkjunum en að kaupa í Beco. Þ.e. með sendingarkostnaði og vsk. Ég ætlaði að kaupa hana án linsu en með linsu yrði munurinn um 40.000.
Kæmi mér ekkert á óvart þótt sama sé uppi á teningnum með D70 vélina.
Að vísu er slæmt að hafa ekki evrópska ábyrgð en jafnvel þótt eitthvað kæmi upp á væri samt ódýrara að borga viðgerðina sjálfur eða senda út til Canon í Bandaríkjunum. Myndi kosta mest $100 í sendingarkostnað.
En í sambandi við microdrive finnst mér slíkt vera slæmur kostur í dag m/v flass-minni. Míkródrifin eru ekkert mikið ódýrari en flash-minni og svo eru þau mun óáreiðanlegri. Svo er líka ágætt að dreifa áhættunni á 2 eða fleiri 512MB kort.
Hehe, ég las komment frá einum á fredmiranda.com sem hafði tvisvar gleymt minniskortum í fötunum sínum og óvart sett þau í þvottavél. Virkuðu fínt eftirá! Annað en hægt er að segja um míkródrifin.
Maður myndi kannski skoða þau frekar ef þau væru eilítið ódýrari. T.d. ef maður gæti fengið 4GB drif á $199 eins og var hægt á tímabili þegar mögulegt var að kaupa Creative MP3 spilara og kippa míkródrifs disknum þar úr í stað þess að borga $400 fyrir aðeins diskinn út úr búð. En nú er Creative búið að læsa diskunum sem þeir nota svo þessi leið er ekki fær lengur.
Mundu svo að skoða Rob Gailbraith minnishraða gagnagrunninn. Þar sérðu hvernig flassminni er best fyrir þig að kaupa.
http://www.robgalbraith.com/bins/multi_page.asp?cid=6007-6816