Atriði sem þú skalt hafa í huga eru:
1. Stöðugleiki, þetta eru nú aðalatriðið.
2. Hönnun. Er auðvelt að nota hann. Það getur verið
leiðinlegt að basla við þrífót í brjáluðum kulda.
3. Þyngd. Ætlarðu á fjöll með fótinn?
4. Hvað ætlarðu að setja þungann búðan á fótinn?
5. Stærð. Það getur verið óþægilegt að vera
alltaf boginn í baki með of lítinn fót.
6. Verð? hvað má þetta allt kosta.
Annað mál sem þú þarft að spá í er hvernig haus ætlarðu
að nota. Ball-head, pan-head eða eitthvað annað. Athugaðu
að <i>góður</i> haus er ekki ódýr.
Ágætis lesning er <a href="
http://www.photo.net/equipment/tripods/“>hér</a>
Mín reynsla.
Fyrsti fóturinn minn var Manfrotto 3001(190H) fótur með kúluhaus
með handfangi, eiginlega hálfgerð byssu-kúlu-haus. Ég mæli
ekki með slíkum haus. Síðan fékk ég mér manfrotto 486RC haus
sem mér fannst þokkalegur en hann var eiginlega annaðhvort
og slakur eða of stífur en ægætur samt. Fóturinn sjálfur var
lítill og léttur og hæglega hægt að fara í göngutúra með hann á
bakinu. En ég notaði hann eiginlega aldrei með allar súlur
útdregnar, hann var ekki nægilega stöðugur þá.
Nú er ég með Gitzo G-1345 fót og Wimberley haus. Þetta
keypti ég mér eftir að ég fékk mér stóra telephoto linsu.
Þetta sett er þungt en nauðsynlegt fyrir búnaðinn sem ég nota í
dag.
Ég tek undir með þeim sem sagði að miðjusúla væri gagnslaus. Í
það minnsta er hún gagnslaus á ódýrari fótum.
Ef þú hefur efni á því þá skalti fá þér Gitzo carbon fiber fót.
Annars er hægt að fá ágætis manfrotto fætur í Beco.
<br><br>  Jakob S.
  <a href=”
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a