Veit ekki alveg hvað ég nenni að svara í miklum smáatriðum en …
ISO: Hversu ljósnæm filman/CCD skynjarinn er. Eftir því sem ISO-ið er hærra geturðu tekið myndir í minna ljósi (með sama ljósopi og lokhraða). ISO 100 er fínt fyrir útimyndir í miklu ljósi en ef þú ætlaðir t.d. að taka myndir innanhúss án flass þyrfti ISO 400 eða meira.
Ljósop: Eins og bróðir þinn sagði þýðir þetta hversu mikið ljós linsan hleypir í gegnum sig. Til útskýringar getum við hugsað okkur kassa sem er alveg lokaður og ekkert ljós kemst inn í nema fyrir utan pínkulítið gat á einni hliðinni. Þú hlýtur þá að vera sammála því að eftir því sem opið er stærra kemst meira ljós inn í kassann, ekki satt? Og eftir því sem ljósopið á linsunni er stærra þeim mun meira ljós fellur á filmuna eða CCD-skynjarann í vélinni.
Með lokhraða eða shutter er hinsvegar átt við hvað ljós fellur á filmuna/CCD-skynjarann í langan tíma. Hugsum okkur að við séum að taka mynd af manni að hlaupa. Ef lokhraðinn væri t.d. ein sekúnda myndum við alls ekki ná að frysta hreyfinguna hjá manninum því hann hleypur nokkuð langt á heilli sekúndu og ef lokhraðinn er sekúnda tekur myndavélin mynd af öllu því sem gerist á þessari einu sekúndu. Myndin verður það sem við köllum hreyfð. Tökum sem dæmi <a href="
http://www.baltimoresun.com/media/photo/2001-10/917431.jpg“>þessa mynd</a> sem er af fólki að hlaupa. Eins og þú sérð eru lappirnar á fólkinu hreyfðar og er það af því myndin hefur verið tekin á kannski 1/10 úr sekúnud og lappirnar hafa færst talsvert úr stað á þeim tíma.
Ef við höfum hinsvegar lokhraðann talsvert styttri, eða t.d. einn þúsundasta úr sekúndu fellur ljós á filmuna/CCD-skynjarann í aðeins 1/1000 úr sekúndu og hlauparinn okkar ferðast ákaflega stutta vegalengd á þeim tíma, ekki satt? Þá fáum við mynd eins og <a href=”
http://www.freenetpages.co.uk/hp/paulbroad/pix34.jpg“>þessa</a> þar sem við náum að frysta eitt andartak á myndinni.
En af hverju skiptir þetta allt máli? Jú, það er nokkuð augljóst að þegar við erum að taka mynd af hröðum atburðum, eins og t.d. einhverjum að hlaupa, viljum við hafa lokhraðann nægilega hraðan til að myndin verði ekki hreyfð (nema ef við erum að leitast eftir því).
En þetta er ekki eina ástæðan. Við þurfum líka að lýsa myndina <b>rétt</b>. Með því er átt að myndin verði ekki allt of dökk eða allt of ljós. Ef við hugsum okkur að við myndum vera að taka mynd úti á björtum sumardegi og notum stórt ljósop og lokhraða upp á kannski 30 sekúndur er alveg ljóst að myndin yrði alltof ljós, hún yrði örugglega bara hvít. Og sömuleiðis er ljóst að ef við værum að taka mynd að nóttu til og myndum hafa pínkulítið ljósop og lokhraða uppá 1/10000 úr sekúndu yrði myndin kolsvört.
Við viljum því finna einhvern meðalveg þarna á milli svo myndin verði ekki alveg hvít og heldur ekki alveg svört. Myndavélin stjórnar semsagt ljósopinu, lokhraðanum og ljósnæminu (ISO) svo myndin verði rétt lýst. Gallinn er bara að myndavélar eru ekki fullkomnar og eru reyndar voðalega vitlausar og þessvegna vilja flestir þeir sem hafa þekkingu á ljósmyndun hafa puttana í þessum stillingum. Tökum sem dæmi að ef við erum að taka mynd af snjó. Myndavélin hefur ekki hugmynd að þetta sé snjór sem verið er að taka mynd af og því stjórnar hún lokhraða og ljósopi þannig að snjórinn verður miklu dekkri (grárri) en hann er í raun. Góður ljósmyndari veit hinsvegar af þessum annmarka og myndi lýsa myndina þannig að snjórinn yrði jafn hvítur eins og hann á að vera.
Fyrir þig sem byrjanda myndi ég mæla með að hafa hana sem mest á P-mode en þá velur myndavélin bæði ljósopið og lokhraðann fyrir þig. Av-mode er líka góður kostur en það er þannig að þú stjórnar ljósopinu (snýrð takkanum uppá vélinni) og myndavélin stillir þá lokhraðann fyrir þig. Það væri reyndar ágætt fyrir þig að stilla á Av-mode og velja ljósop upp á f/4 eða f/5.6 fyrir venjulegar myndatökur. f/8 er of lítið ljósop í flestum tilvikum á stafrænum vélum en fyrir filmuvélar var til gamalt heilræði sem hljómaði svo ”f/8 and be there!“.
Tv-mode er svo notað þegar þú vilt stjórna lokhraðanum sjálfur en þá velur myndavélin fyrir þig ljósopið. Þetta er mjög sniðugt, t.d. ef þú ert að taka mynd af viðfangsefni á hreyfingu en þá vilt þá kannski ná að frysta hreyfinguna og þá gætir þú valið lokhraða uppá 1/500 eða 1/1000. Eða þá ef þú vilt einmitt að myndin verði hreyfð. Klassíska dæmið um slíkt er að taka mynd af fossi, sjá <a href=”
http://www.waterfallsnorthwest.com/images/misc/shutter_speed.jpg">hér</a>.
Þú getur sjálfur fattað hvernig auto-exposure lock virkar með því að hafa myndavélina í t.d. P-mode og beina myndavélinni að einhverju viðfangsefni, smella á Exposure lock takkann og beina svo vélinni strax að öðru viðfangsefni sem er annaðhvort dekkra eða ljósara en það fyrra. Þú tekur þá eftir því að stillingarnar á ljósopinu og lokhraðanum haldast. Ef þú myndir hinsvegar ekki ýta á auto-exposure lock myndu þessar stillingar breytast.
Til að þú getir tekið mynd strax á eftir annari verður þú að stilla vélina þína á continuous mode. Þú mátt fatta hvernig það er gert sjálfur.
Svo er mjög gott að nýta sér fídus á vélinni sem heitir focus-lock en þú notar hann þannig með því að ýta laust á shutter-takkann (til að taka mynd) og heldur honum svo inni. Þú fókuserar vélin fyrst og svo þegar þú ætlar að taka myndina ýtir þú fast á takkann og þá tekur vélin myndina strax í stað þess að þurfa að fókusera þá fyrst.
Gleymdu þessum portrait, landscape, night scene stillingum á vélinni. Hafðu bara stórt ljósop (f/2-f/2.4) þegar þú tekur andlitsmyndir og lítið ljósop (f/8) fyrir landslagsmyndatöku.
Og lestu þér aðeins til um ljósmyndun. Þú getur fengið ágætis bækur á bókasafni og svo er til fullt af upplýsingum á netinu, t.d.
http://www.photo.net/making-photographs/