Iðnskólinn í Reykjavík er sá eini á landinu, svo ég viti sem útskrifar löglærða atvinnuljósmyndara. Þarf að klára grunnnám á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut, og svo einn önn í sérnámi, eftir það þarftu að fara í eitt ár í starfsnám sem nemi, þá getur þú tekið sveinsprófið og fengið titillinn, ljósmyndari.
Námið í Iðnskólanum er frekar slappt að mínu mati, frekar léleg aðstaða, sérstaklega miða við fjölda nema, færð aðeins að prófa hverja grein ljósmyndunar aðeins einu sinni. Verið er að berjast til þess að fá námið lengt í a.m.k. tveggja anna sérnám, með styttra starfsnámi.
Kosturinn við þetta nám er verðið, þetta er t.d. töluvert ódýrara en annað ljósmyndunar nám, sérsaklega hvað varðar efniskostnað. En þú færð líka betri kennslu úti enda lengra nám.