Hef tekið Digital í eitt ár (filmu í 18ár) og var að fá mér Canon EOS 300D, hér er það sem mér finnst.
Digital vélar eru komnar til að vera og eru alltaf fleiri og fleiri að skipta yfir, bæði áhuga- og atvinnumenn.
Ekki gleyma að það kostar nátturlega pening að framkalla filmur, hvort sem þú gerir það sjálfur eða ekki. Að taka á Digital hefur marga kosti :
þú færð myndina eins og þú tekur hana (ekki eins og sá sem framkallaði hana vildi hafa hana)
þú getur skoðað myndina strax og séð hvort þú sért að gera einhverja algjöra steypu. (þarft ekki að bíða eftir að filman sé framkölluð til að komast að því að 1800kr fóru í vaskinn.)
þú getur skoðað EXIF DATA fyrir hverja mynd, séð fullt af upplýsingum frá hraða, ljósopi, dagsetningu, Flash, Manual focus, týpa af linsu………endalaust liggur við. Frábær leið til að stúdera afhverju góðu myndirnar eru góða og hinar lélegu lélegar.
Að skoða 10x15cm myndir er ekkert gaman, miklu betra að prenta sjáflur út (ef þú átt ljósmynda prentara) eða láta stækka góðu myndirnar í 13x18 eða stærra. Eitt af því sem gerir Svart-hvítar myndir svo skemmtilegar er ekki að þær séu Svart-hvítar, heldur að þær eru stærri en 10x15cm ( ok, ég fíla ekki 10x15 stærðina, lol)
Sjálfur á ég tvær canon eos filmu vélar og hef ég SLIDE filmu í þeim en að skoða SLIDES myndir á stóru tjaldi með flottri tónlist undir er hrein snilld, slær albúmi og digital alveg út.
Þetta er nátturlega bara mín skoðun en best er fyrir þig að leita upplýsinga á netinu, film versus digital.
Kveðja,
Alli
ps. Allir harðir diskar deyja, bara spurning um hvenæar!! Muna að taka backup af myndasafninu (og öðrum gögnum) og EKKI hafa Backup diskinn í sömu tölvu, ef spennugjafinn fer þá getur hann tekið ALLT með sér í gröfina!! Já ALLT!!!!!!