Þessi linsa er til sölu, keypt á íslandi (fotoval) í júlí í fyrra og er því ennþá í ábyrgð. Hún er fyrir Canon EOS línuna, með EF mount s.s. Hún er ekki mikið notuð, ég tek kannski 10% af öllum myndum mínum á hana en hefur reynst mér mjög vel í t.d. landslagsmyndatöku. Hún hefur mest verið notuð á 10D og þá virkar hún sem 24-48 mm en það er líka hægt að nota hana á filmuvélar.
Hérna er link á smá upplýsingar um þessa linsu -> <a href="http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=94&sort=7&thecat=29">http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=94&sort=7&thecat=29</a>
Ástæðan fyrir sölunni er ekki sú að ég er óánægður með hana heldur sú að mér býðst að kaupa notaða 16-35 2.8 linsu á góðu verði og ef ég get selt þessa fljótlega ætla ég að slá til og skipta. Áhugasamir geta sent mér tölvupóst á <a href=“mailto:larus@larus.is”>larus@larus.is</a> eða sent mér skilaboð hérna. Einnig fylgir með gelatin filterar sem ég keypti með, báðir eru ND filterar og eru 3.00 og 2.00, gagnlegir til að taka myndir af t.d. fossum í dagsljósi á tíma. Verð á þessu öllusaman er 50 þúsund en ný linsa kostar 82.900 í Fótoval.