sælir Hugverjar…
Mér var gefin Nikon FG-20 myndavél með Zoom-NIKKOR 35~70mm linsu.
ég er búinn að vera nota hana svolítið upp á síðkastið og það er búið að vera helvíti gaman og er búið að vekja upp áhugan hjá mér fyrir myndatöku. en málið er að ég hef ekki hundsvit á því sem ég er að gera :( þannig að ég bið um hjálp frá ykkir hugverjum. :) Gætuð þið útskýrt fyrir mér helstu stillingar og hugtök? t.d. ljósop, asa/iso, lokunarhraða og svo framvegis :)
það væri líka frábært ef einhver nennir að útskýra fyrir mér hvað þessi linsunúmer tákna. 35~70mm o.s.f. :)
ég ætlaði á námskeið hjá Ljósmyndari.is en það verður líklega ekki fyrr en í haust, og ég nenni varla að bíða eftir því…
ég verð mjög þakklátur fyrir allan fróðleik, lítinn sem smáan. :)
Með bestu kveðju…
=o)