Ég átti svona vél og var alltaf með uv filter því ég er svo hræddur við rafdrifnar linsur sem fara inn í vélina þegar maður slekkur á henni. Þá er betra að reka adapter hringinn í heldur en linsuna. En annars var ég bara með einhvern uv filter sem kostaði einhvern 2000 kall.
Og ég prófaði líka flöss, keypti eitthvað 7000 króna sunpac flass sem virkaði ágætlega innandyra ef ég skaut því upp í loftið, notaði það slatta. Annars held ég að engin flöss stilli sig eftir vélinni þannig að maður neyðist til að vera með hana á manual með flassi.
En annars máttu kaupa mitt flass ef þú villt :)
og eitt enn, ef þú ætlar að fá þér auka linsurnar tvær fyrir þessa vél þá hugsa þig vel um áður en þú færð þér 1.5x converterinn, hann bætir ekki miklu við en þú missir stop og einhver fáránlegur contrast kom í myndirnar þegar ég notaði hann. En gleiðlinsar er fín
Vá maður, langt svar… sorrý