3 MP Sigma er nokkurn veginn sambærileg við 6 MP Canon og Nikon.
Nokkurn veginn er reyndar stórt hugtak vegna þess að það er til að mynda ekki hægt á fá Canon “L” linsur fyrir Sigma.
Sigma linsur eru reyndar stórfínar, Ég á 15-30 mm linsuna og hún er stjarnfræðilega skörp við f/16.
Munurinn á foveon og bayer skynjara felst í því að bayer skynjari er svarthvítur en foveon skynjari er í þremur lögum, þar sem hvert lag er einn grunnlitur.
9 punkta foveon er því:
(RGB)(RGB)(RGB)
(RGB)(RGB)(RGB)
(RGB)(RGB)(RGB)
Bayer skynjari er aftur á móti svart-hvítur, en það er búið að ákveða í hvaða lit hver punktur er.
Skiptingin er eftirfarandi fyrir 9 punkta:
RGR
GBG
RGR
Það er því augljóst að upplausn bayer skynjara þarf að vera hærri til þess að ná sambærilegri upplausn við foveon skynjara.
Nánari upplýsingar um bayer og foveon er hægt að fá <a href="
http://www.dpreview.com/learn/?/Glossary/Camera_System/Sensors_01.htm">hér</a>.