Nú veit ég ekkert hvaða hood á að fara á þessa linsu en svarið er bæði já og nei. Flare lagast náttúrulega á þeim myndum sem sólin er ekki inni í myndinni, en ef þú ert að taka myndir af t.d. sólsetri og sólin er á myndinni gerir hood nákvæmlega ekki neitt.
Hood gerir nákvæmlega þrennt, passar að sólarljós komist ekki inn í linsuna ef sólin er fyrir utan ramman, minnkar að ryk og allskonar óþverri komist á yfirborð linsunnar og ver framhliðina á linsunni ef þú skyldir reka hana í hluti, þetta síðasta hefur komið fyrir mig nokkrum sinnum, aðallega í veislum og þessháttar þegar fólk er komið í glas og er ekkert að pæla hvert það er að ganga.
Annars á að vera hægt að nota filtera og hood samtímis á öllum þeim linsum sem ég hef prufað allavega, ég veit reyndar ekkert með þessa. Meiraðsegja er hægt að fá sér “screw in hoods” sem skrúfast inn í filterinn og gerir mikið auðveldara að nota polarizer með hoodi, ég á sjálfur svoleiðis sem ég nota með Macro linsunni minni.