Sæll!
Ég seldi fyrir stuttu notaða 3ja ára gamla D30 á um 75.000 krónur (án linsu) þannig að 85.000 er ekki svo hátt þannig séð fyrir D60 með linsu.
Ný 300D kostar þó ekki nema um 130.000 þannig að ef þú hefur efni á henni, þá er það líklegast ráðlegri kostur. Þá ertu líka kominn með nýja vél í fullri ábyrgð.
Það eru líka nokkrir kostir sem 300D hefur framyfir D60 þó svo að á móti komi að D60 er með sterkbyggðara boddí, o.s.frv. Auto-focusinn á 300D er t.d. betri en á D60 vélinni. Auk þess fylgir sérhönnuð 18-55mm linsa með henni (ekki hægt að kaupa sér) sem er sambærileg við venjulega 28-90mm linsu á filmuvélunum vegna þess að myndskynjarinn á D30/D60/10D/300D er minni en 35mm filmurammi. 28-90mm linsa á þessum vélum er þá í raun sambærileg við 45-145mm.
Ég er sjálfur með 10D og 28-80mm linsu og það háir mér stundum að geta ekki náð jafn gleiðum myndum og þegar ég var með filmuvél. Á móti kemur hins vegar sá kostur að 75-300mm linsan mín kemst upp í 480mm :-) .
747