Þú svarar í raun eigin spurningu þarna, ef linsan er “bara” 100mm þá geturðu ekkert zoomað með henni, þær eru næstum undantekningalaust skarpari og með stærri ljósop en zoomlinsur og kosta einnig minna. Augljóslega eru þær ekki jafn sveigjanlegar og zoom linsur en þú verður bara að vega og meta hvað þér finnst henta þér best.
Eftir því sem ég best veit þá er ekki framleidd linsa á EOS kerfið sem er með stærra ljósop en 2.8 og “zoomar” og varðandi seinni spurninguna um 28-135mm linsuna (sem ég á reyndar ekki en hef prufað, leist bara vel á hana og eigandinn og fleirri sem ég hef heyrt í eru mjög sáttir við miðað við verð) þá er þetta spurning um hvort linsan sé fyrir EOS kerfið, þessi er það.
Sigma, Tamron, Tokina, Vivitar eru dæmi um framleiðendur sem búa til linsur sem styðja EOS kerfið og svo geturðu líka alltaf keypt Canon linsur, passaðu bara upp á þessa stafi “EOS” vegna þess að Canon er einnig með gamalt kerfi sem er ennþá svolítið notað (hætt að framleiða samt) og heitir “FD”, þú getur ekki notað þær linsur.