Það eru nú nokkur atriði sem maður verður að taka til greina. Númer eitt, ef maður vill græða pening þá kaupir maður hlutabréf eða málverk eftir Kjarval.
Það er nú þannig að bíllinn manns fellur í verði um 20 - 30 % daginn sem maður fer með hann út af bílasölunni.
Og svona er þetta þrátt fyrir að framþróun í bílum sé búin að vera gífurlega hæg síðustu 20 ár.
Númer 2, upplausn stafrænna mynda mun ekki aukast óendanlega, ekki frekar en að upplausn filmunnar er óendanleg.
Það eru margar ástæður fyrir því, m.a. linsan getur ekki resolvað fleiri en svona 100 línur/mm.
Það er náttúrulega fleiri þættir sem koma til greina en upplausn. T.d. dynamic range og noise.
Ég myndi halda að MP stríðið muni enda þegar myndavélarnar ná svona 20 til 30 MP, þetta gerist líklega svona um 2010 - 15.
Ég held líka að stökkin verði minni og minni eftir því sem fram líða stundir.
Númer 3, bæði prentarar og skjáir þróast gífurlega hægt. Maður verður að vera tilbúinn að borga um 1.000.000 fyrir skjá sem ræður við að birta mynd úr venjulegri 6MP myndavél.
Upplausnin úr 6MP myndavél dugar líka í útprentun sem er um 50x75 cm að stærð, með heppni má jafnvel fara enn hærra.
Númer 4, Pentium II frá 1997 dugar fullkomlega í flesta létta vinnslu.
Númer 5, hægt er að tiltölulega ódýra fartölvu sem keyrir PS CS fullkomlega vel.
Númer 6, sjónvarpið þitt er úrelt, það ræður ekki við nema 0,5 MP.
HDTV sem er bara 2MP mun líklega duga næstu 30 árin.
En spurningin um hvor sé betri D100 eða 10D,
ef ég ætti nikon linsur þá myndi ég fá mér D70. Ég myndi að öllu jöfnu telja að um jafntefli sé að ræða á milli þessara beggja véla.
Þær eru báðar örugglega æðislegar.
Ég reyndar persónulega mjög sáttur við mína 10D.