Þú ert væntanlega að tala um 17-40 F4 L linsuna frá Canon, eftir því sem ég best veit er ekki til nein 17-70 linsa frá neinum framleiðanda sem passar á Canon EOS.
Það er allavega mjög fín linsa hef ég heyrt, hún er þétt og á að þola íslenskt veður þrátt fyrir að 300D geri það ekki, og hún á að vera mjög skörp og svínvirka einfaldlega. Mundu bara að 300D nýtir bara miðjuna svo að linsan virkar eins og 27,2mm-64mm.
Annars eru flest allar linsur frá Canon mjög fínar, mundu bara að þú færð það sem þú borgar fyrir. 24-85 3.5-4.5, 28-135 3.5-5.6 IS og 28-105 3.5-4.5 eru allar svipaðar í gæðum eftir því sem ég best veit en 28-135 er með IS (Image Stabilazion) sem getur verir mjög nytsamlegt.
Passaðu þig bara á ódýrustu zoom linsunum eins og 28-80 3.5-5.6 og 28-90 4-5.6 t.d. Þær eru svosem í lagi þegar þú ert kominn í ljósop F8-F11 en það er í raun bara tvennt sem skiptir máli þegar þú tekur ljósmyndir, linsan og filman/myndflagan og ekki spara á linsukaupum. Einnig hljóma eflaust “súperzoom” linsur spennandi eins og t.d. 28-200 eða 28-300 linsur, ég hef samt bara heyrt slæma hluti en hef þó enga reynslu.