Hvaða hroki er þetta í þér? Fólk sem hefur ekki haft hundsvit á ljósmyndum hefur verið að kaupa “Rebel” vélar í rúmlega 10 ár og hefur hægt og rólega lært að vaxa inn í þetta og læra af mistökunum og tekist það bara ágætlega, ertu virkilega hissa á því að fólk sem hefur í raun aldrei spáð í hvaða linsur séu bestar, afhverju ljósop 2.8 sé stærra en 8 og svo framvegis skuli stökkva á þennan gæðagrip sem 300D er (miðað við verð)?
Allavega er semsagt ekki B/W stilling á 300D eða neinum DSLR vélum en þetta er semsagt gert í eftirvinnslu, í raun hefur aldrei verið til digital myndavél sem hefur tekið svarthvítar myndir, þær sem hafa B/W stillingu taka myndirnar í lit en breyta þeim svo fyrir þig strax í B/W. Þetta er samt tiltölulega einfalt með photoshop, þú getur bæði notað “desaturate” (undir image einhverstaðar, ég er ekki við tölvu sem er með photoshop núna) og einnig geturðu notað “Channel mixer” (einnig undir image). Þar geturðu smellt í lítinn reit niðiri í hægra horni sem stendur við minnir mig greyscale og þá verður myndin svört, svo geturðu fiktað í red, green og blue slidernum, bara passa sig að fá út 100% svo að myndin verður ekki of dökk. Persónulega stilli ég oft rautt á 50-60%, grænt á 20-30% og blátt á 10-20%, þetta finnst mér koma best út þegar ég tek portrettmyndir en það má leika sér endalaust með þetta.
Með seinni spurningu, þá verðurðu að nota manual focus eins og Atari segir, það er takki á linsunni sem stendur líklega AF/MF (staðsetning og nákvæmur texti fer auðvitað eftir linsu) og þar verðurðu að stilla á MF og handstýra fókus þannig að það svæði sem þú stendur á sé í fókus. Þú getur hálfsmellt á “takkann” (shutter s.s.) til að sjá hvort vélin samþyki fókus, ef hún geriri það þá blikka kassarnir rautt.