Svolítið erfitt að svara þessu. Til að byrja með tekurðu ekki fram á hvaða vél þú ert að setja þessa linsu, ég geri ráð fyrir EOS vél þar sem þú talar um 17-40 Canon, svo tekurðu heldur ekki fram hvaða pening þú ætlar að eyða í linsukaup en hérna kemur allavega tilraun…
Kóngurinn í “normal zoom” linsunum í Canon er náttúrulega 28-70 2.8 L og mér skilst að 24-70 2.8 L sé jafngóð þótt ég hafi ekki prufað þá linsu. Þær kosta samt um 150 þúsund hérna heima og eru frekar stórar og þungar.
Ég á 24-85 3.5-4.5 og nota hana helling vegna þess að hún er mjög létt og á 10D sem ég nota næstum eingöngu núna þá svínvirkar hún, hornin eru nefninlega ekkert rosalega góð (ekkert hrikaleg samt en ekkert í samanburði við 28-70 2.8 L). Hún er mjög góð á bilinu F5.6-16 en í lakara kantinum galopin, allavega að mínu mati mjög góð fyrir peninginn.
Ég hef heyrt að 28-105 linsan frá Canon sé svipuð og 24-85 en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Svo eru margir sem kaupa 28-135 3.5-5.6 og er rosalega sáttir, hún hefur IS sem er mjög góður eiginleiki og nýtist vel þegar birta er af skornum skammti, ég hef prufað þessa linsu og leist ágætlega á hana.