Þessi brúnhvíti effect sem þú talar um heitir “Sepia” og ég veit ekki hvort hann er á A70, ég veit að hann er á mörgum Canon vélum en samtsemáður er lítið mál að gera þetta í photoshop, í photoshop 7 er meiraðsegja tilbúið “action” sem gerir þetta fyrir þig svo að þú þarft ekkert að vera með þetta innbyggt í vélina.
Í sambandi við að hafa svarthvítar myndir nema einhvern ákveðinn lit þá hef ég aldrei séð neitt í líkingu við þetta á neinni myndavél og efast stórlega um að það verði nokkurntímann til (maður veit samt aldrei) en þetta er líka auðvelt í photoshop. Það sem ég geri oftast er að gera fyrst alla myndina svarthvíta og nota svo history brush til að “endurlita” alla þá fleti og fá þannig fram t.d. rósum rauðum og svoleiðis effecta sem maður sér oft á brúðkaupsmyndum.