Hef verið að spá í þessum tveimur vélum. Báðar fá mjög góða dóma, en svo er spurningin með notagildi. Ég er búinn að vera taka myndir í tæp 2 ár, ekki farið á námskeið en ætlunin er að skella sér í framtíðinni.
Nú er ég á leið til Bandaríkjanna og þar er verðmunurinn á þessum tveimur vélum ekki mikill (ca. 10.000 minnir mig). Býst við að ég væri betur settur í framtíðinni með Canon vélina en spurningin er hvort hún sé of professional fyrir mig til þess að ég hafi full not af henni. Svo er sony vélin víst mjög góð, virðist vera nokkuð einföld í notkun og skilar góðum myndum.
Var að vonast til að þið notendur hér gætu ráðlagt mér hvor vélin væri sniðugri.
Kv.
Gandalf