Sælir hugarar!
Ég á mér Canon A300 digital myndavél. Það hefur ekki verið neitt mál að downloada myndunum yfir á tölvuna. Svo fékk ég mér Windows XP fyrir stuttu, þrátt fyrir það gat ég alveg haldið áfram að hlaða myndum inn. En núna uppúr þurru þá finnur hún ekki myndavélina þegar ég sting henni í USB tengið…eða eins og Windows orðar það: USB Device Not Reconized.
Ég er búinn að prufa að re-installeru öllu því dóteríi sem fylgdi myndavélinni, það virkaði ekki. Þannig ég removaði og uninstallaði öllu aftur og náði mér í driver á canon heimasíðunni. Þegar ég er búinn að installera honum þá þarf mar að update og þá kemur bara “update failure” eða eitthvað álíka…mér dettur ekkert meira í hug….
….hvað er í gangi?….veit einhver hér, eða hefur einhver hugmynd um hvernig ég get lagað þetta?….ég gæti mjög vel þegið góð ráð.
Kveðja,
skakku