Ég hef gert þokkaleg kaup gegnum ebay. Engöngu gamlar vélar. Áður en þú kaupir þaðan, tékkaðu á því hvað varan kostar hjá www.bhphotovideo.com (B&H). Ef varan er ekki mun ódýrari hjá ebay, þá skaltu frekar kaupa frá B&H. Athugaðu að B&H svindla ekki á þér. Maður veit aldrei með ebay.
Athugaðu að biðja seljanda á ebay að setja reikning á ÁBERANDI stað í pakkann, annars lendirðu í veseni hjá tollinum. Ekki gera ráð fyrir að sleppa með að borga vsk. af þessu. Spurðu einnig fyrst hvað kostar að senda til íslands, fæstir á ebay senda út fyrir USA.
Ég endurtek, tékkaðu fyrst hjá B&H og spurðu sjálfan þig að því hversu mikilvægt ábyrgðin og öryggið er. Ég hef keypt slatta frá B&H og þeir eru mjög fínir.
<br><br>  Jakob S.
  <a href="
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a