Eftir því sem ég best veit þá er þetta hörkuvél, fín linsa og hægt að stilla ljósop og lokunarhraða sjálfur og snúningsskjárinn getur verið sniðugur t.d. við myndatöku frá mjög lítilli hæð. Ég byggi þetta álit á smá reynslu með G2, ég hef því miður ekki snert G3 og G5 en ég var þokkalega ánægður með G2 og Canon hefur alltaf verið að bæta hlutina svo að þú getur varla klikkað á þessari vél.
Annars tek ég þokkalega undir með Phoca, fyrir þennann pening myndi ég kaupa mér hiklaust Canon 300D, síðast þegar ég vissi þá er 300D á 129 þúsund en G5 á 89 í Beco, þú færð svo mikið mikið mikið meira fyrir peninginn með 300D en auðvitað ertu kominn út í allt annað, þarft aðeins að fara pæla í linsum (samt ekki strax, 18-55 linsan er fín til að byrja með)