ég hef tekið nokkur hundruð myndir á lomo, það er nánast lífstíll sem fylgir því að vera lomographer.
Þessi myndavél er mjög einföld, með vonda linsu sem gerir það að verkum að ljósmagnsdreifingin verður ójöfn og meiri í kantinn, þ.a. þú færð alltaf myndir sem eru bjartari í miðjunni. Ákveðinn effect, sem gerir hlutina kúl.
Myndirnar sem maður fær út, eru mjög oft hreifðar og stundum virðast litirnir hafa ruglast þegar lagfæringar-tækninni er beitt á framköllunarstofunum, þ.e. verið að reyna að laga hreyfðar myndir, auka skerpu og eitthvað svoleiðis, og líklega hafa það verið myndirnar sem koma manni mest á óvart þegar maður skoðar filmurnar.
Hægt er að stilla tímann í nokkrum skrefum, og einnig zoom fjarlægðina í nokkrum skrefum. svo má t.d. halda inni triggernum til að láta lomoinn loka ljósopinu sjálfkrafa, þegar hún er búin að ná nægu ljósi. Það hafa mest verið um 4 mínútur í myrkri hjá mér… og útkoman frekar hreyfð og blurry mynd…
Sammt skemmtilegt stöff.. og mikið til af alskonar side-products, eins og actionsamplerum og slíku fjöri.
-reynir.net
<br><br>[reynir]::[reynir@reynir.net]