www.bhphotovideo.com eru mjög áreiðanlegir og langflestir
tala vel um þá. Ég hef pantað nokkrum sinnum frá þeim.
Ég myndi fyrst leita þangað og kaupa af þeim ef þeir eiga
vöruna þó svo að hún væri örlítið dýrara en annarsstaðar.
Ég hef pantað 1.4X converter frá Adorama og það gekk vel
en sumir á netinu tala ílla um þá, ég hef ekkert út á þá
að setja.
Ég hef einusinni losnað við það að borga vsk.og það var í
jólaösini og seljandi var í Hollandi. Það er ekki tollur
að myndavélabúnaði en það þarf að borga 24.5% vsk af bæði
verði+sendingarkostnaði.
Jólapappír einn dugar ekki til að losna við vsk. Tollararnir
heimta bara reikning og aftur reikning!
Sem betur fer hefur það sem ég hef pantað ekki þurft á viðhaldi
þ.a. ég veit ekki hvernig ábyrgðarmálin eru.
<br><br>  Jakob S.
  <a href="
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a