www.pbase.com er fínt, þú getur sett inn 10mb ef mig minnir rétt, en eftir mánuð eða svo vila þeir fá borgun. Ég er með smá pláss þarna og borgaði ekkert, þeir hentu ekki út neinu en ég get ekki bætt neinum myndum við nema borga.
www.photo.net er hinsvegar allger snilld. Þar geturðu verið með 100 myndir frítt (200 ef þú borgar árgjald sem er 25$) og þar geturðu ekki einungis geymt myndir heldur gefið og fengið einkunnir og athugasemdir við myndir. Eini gallinn við photo.net er að slóðin þín verður alger steypa, hálf vonlaust að skrifa hana inn og þú þarft helst að vera með link inn á síðuna.